Opna FJ og Titleist mótið var haldið í gær í samstarfi við ÍSAM, frábær þáttaka var í mótinu en 129 kylfingar voru skráðir til leiks. Góð tilþrif mátti sjá á vellinum en meðal annars spilaði Víðir Steinar úr GA á frábærum 72 höggum og Auður Bergrún einnig úr GA á 78 höggum, glæsilegir hringir hjá þeim báðum.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins en verðlaunahafar geta nálgast verðlaunin sín á skirfstofu GA.
Punktakeppni karla:
1. sæti – Gestur Geirsson (43 punktar, betri seinni 9)
2. sæti – Preben Jón Pétursson (43 punktar, verri seinni 9)
3. sæti – Reimar Helgason (39 punktar, betri seinni 9)
Punktakeppni kvenna:
1. sæti – Harpa Rós Börgvinsdóttir (39 punktar, betri seinni 9)
2. sæti – Linda Hrönn Benediktsdóttir (39 punktar, verri seinni 9)
3. sæti – Sigríður Dísa Gunnarsdóttir (36 punktar, betri seinni 9)
Besta skor karla
Víðir Steinar Tómasson – 72 högg
Besta skor kvenna
Auður Bergrún Snorradóttir – 78 högg
Nándarverðlaun
4. hola – Snæþór Vernharðsson 20cm
8. hola – Skúli Gunnar Ágústsson 2,5m
11. hola – Sigrún Guðmundsdóttir 2,47m
14. hola – Árni Ingólfsson 1,05m
18. hola – Stefán Stefánsson 56cm