Úrslit úr Pro/Am mótinu

Í gær, þann 3. ágúst, var haldið magnað pro/am mót í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi. Mörg fyrirtæki og einstaklingar tóku þátt og reyndist þetta einstaklega skemmtilegt mót. Við hjá Golfklúbbi Akureyrar þökkum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir stuðninginn og förum nú spennt inn í Íslandsmótið í golfi. 

Fyrirkomulag Pro/Am mótsins var þannig að 3 einstaklingar spiluðu fyrir hvert fyrirtæki. Þá var einn keppandi úr Íslandsmótinu í golfi dreginn með þeim í lið og gildu 3 bestu skorin á hverri holu. Þátttakendur Íslandsmótsins spiluðu án forgjafar á meðan hinir 3 kylfingarnir spiluðu með forgjöf. Þá voru veitt vegleg verðlaun í boði ÍSAM fyrir efstu 3 liðin

Nokkuð var um góð skor í mótinu og voru alls 3 kylfingar á 43 punktum eða meira. Í liðakeppninni var það lið KPMG sem sigraði mótið á 193 höggum, en þeir spiluðu með Andreu Ýr sem pro, en hún lék á 72 höggum. Einstaklingskeppni pro leikmanna sigraði Sigurður Arnar Garðarsson sem sló nýtt vallarmet á hvítu teigunum okkar, og kom í hús á 66 höggum. Spurning hvort einhver nái að bæta þennan hring í Íslandsmótinu. 

LIÐAKEPPNI:

1. sæti KPMG - Guðmundur Freyr Hermannsson, Arnar Árnason, Kolbeinn Friðriksson & Andrea Ýr Ásmundsdóttir

2. sæti Grand Þvottur - Preben Jón Pétursson, Gauti Þór Reynisson, Maron Pétursson & Tumi Hrafn Kúld

3. sæti Fasteignasala Akureyrar - Arnar Guðmundsson, Friðrik Einar, Viktor Ingi Finnsson & Ragnar Már Garðarsson

 

EINSTAKLINGS:

1. sæti Sigurður Arnar Garðarsson - 66  högg

 

Nöfn þeirra fyrirtækja sem komu að mótinu:

Arion Banki

Höldur

Grand Þvottur

Finnur Ehf

Fasteignasala Akureyrar

ÍSAM

Raftákn

Landsbankinn

Íspan

Síminn

KPMG

Íslandshótel

BB Byggingar

JGR Heildsala

GSÍ