Vallarvinna

Undanfarna daga hafa starfsmenn GA unnið að haustverkum, nú er kominn sá tími sem vallarstarfsmenn undirbúa völlinn enn frekar undir veturinn. Brautir hafa verið valtaðar, gataðar og sandaðar að stóru leyti. Hafin er vinna við að laga brautarkafla með völtun og söndun og mun sú vinna halda áfram næsta ár.

Áfram verður haldið að drena ákveðin svæði á brautum, byrjað var á svæðinu fyrir framan 1.flöt og verður því næst farið á 3. braut þegar veður leyfir.

Við vonumst svo eftir að geta haldið áfram að spila á vellinum í október ef súldinni slotar. Stefnt er að bændaglímunni við fyrsta tækifæri og verður hún auglýst hér á heimasíðu sem og facebook síðu GA.