Vetrarmótaröð GA - leikjaplan og riðlar

Þá eru riðlar og leikjaplan orðið klárt í Vetrarmótaröð GA 2018-2019. Kylfingar sjálfir bera ábyrgð á að koma sérsaman um leiktíma sem hentar báðum liðum. Öllum leikjum í riðlum þarf að ljúka fyrir 28. janúar!  

  • Þegar hermar eru bókaðir skal merkja með nöfnum og aftan við skal standa “V-mót”. Dæmi: Jón og Doddi V-mót. Tveggja tíma bókun meira en nóg, einn og hálfur tími sleppur.
  • Mótið er spilað í E6 svo hægt sé að spila í báðum hermunum. Vellirnir eru valdir og tveir spilarar settir inn. Skorkort skoðuð og fundnar þær holur sem hærra forgjafalið á forgjöf á.
  • Leikirnir þurfa að spilast fyrir settar dagsetningar. Leyfilegt er að spila alla leikina í sínum riðli sem fyrst ef liðin vilja það.
  • Úrslit skulu send á skrifstofa@gagolf.is
  • Allir leikmnen spila af gulum teigum (amateur) og er forgjöf reiknuð eftir þeim.
  • Ef eitthvað vafamál er eða vandi er að ná í mótherja og finna spiltíma má hafa samband við skrifstofa@gagolf.is eða síma 823-8750 og við reynum að finna út úr því.
  • Ekki er leyfilegt að spila fyrsta leik í riðli fyrr en lið eru búin að greiða mótsgjald, 10.000kr, á skrifstofu GA í Golfhöllinni.

Ef einhverjar spurningar eru þá eru kylfingar beðnir um að hafa samband á skrifstofa@gagolf.is eða í síma 823-8750