Á sunnudaginn næsta ætlum við hjá GA að hafa vinnudag á milli 10-13:30 og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið að koma og aðstoða okkur við að koma vellinum í sitt besta stand fyrir opnun.
Að vinnudegi loknum verður súpa, brauð og kaffi fyrir okkar duglegu sjálfboðaliða ásamt því að Steindór, framkvæmdarstjóri, fer yfir áætlanir sumarsins. Að því loknu verður völlurinn opinn fyrir þá sem aðstoða okkur.
Völlurinn opnar svo fyrir aðra á mánudaginn næsta, 16. maí.
Þau verkefni sem eru fyrirhuguð á vinnudaginn eru til að mynda:
Mikil áhersla verður lögð á að týna bolta upp af æfingasvæðinu, bolta sem eru plöggaðir í grasið og týnsluvélin nær ekki ásamt boltum sem hafa ratað inn í skóginn. Mjög erfitt er um þessar mundir að fá nýja æfingabolta þar sem framleiðsla á þeim er í lágmarki og mikil eftirspurn og því mikilvægt fyrir okkur að kylfingar hugsi vel um æfingaboltana.