Demodagar

DEMODAGUR á Sumardaginn fyrsta.

 Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl og föstudaginn 20. apríl verður hægt að koma í Klappir og prófa það nýjasta í kylfum frá framleiðendunum PING og Titleist.

 Á staðnum verður sérfræðingur frá ÍsAm sem getur gefið góð ráð við val á útbúnaði.

 Hægt verður að prófa karla- og kvennakylfur frá PING, m.a. heitustu trékylfurnar í dag G400 og nýju G700 járnin.

Vault 2.0 og Sigma G pútterlínurnar frá PING verða til sýnis ásamt nýju Glide 2.0 Stealth fleygjárnunum.

 Í Titleist verður í boði að prófa 718 línuna af járnum, 917 trékylfurnar og nýju SM7 fleygjárnin.

Einnig verða á staðnum nýja Scotty Cameron Select pútterlínan.

 

Demodagurinn verður í gangi á þessum tímum:

 Fimmtudagurinn 19. apríl frá 12-16

Föstudagurinn 20. apríl frá 12-15

 

Hlökkum til að sjá sem flesta!