Norðurorka veitir styrki til samfélagsverkefna 2025

Norðurorka hf. veitir styrki til samfélagsverkefna. Veittir eru styrkir til menningar og lista, æskulýðs- og góðgerðarmála.

Markmið með styrkjum Norðurorku er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Meðal styrkþegar í ár var Golfklúbbur Akureyrar ásamt ungum afrekskylfingum innan GA og þökkum við Norðurorku kærlega fyrir þeirra styrk. Ásamt GA voru það þau Bryndís Eva Ágústsdóttir og Veigar Heiðarsson sem hlutu styrki en þau voru bæði valin í landsliðshópa GSÍ fyrir árið 2025.