Óhætt er að segja að staðan á Jaðri sé bara nokkuð góð um þessar mundir. Það er lítill klaki á vellinum og allt lítur bara nokkuð vel út.
Golfvöllurinn náði að hreinsa sig alveg í desember síðastliðnum og síðan þá hefur ekki myndast mikill klaki. Snjórinn sem liggur yfir vellinum hefur reynst vel og kemur í veg fyrir frekari klakamyndun eins og staðan er núna.
Það er fylgst vel með stöðunni og það verður gripið til aðgerða verði talin þörf á því.