Sunnudaginn 24/9 var haldið styrktarmót fyrir æfingaferð unglinga og afrekskylfinga GA vorið 2018.
Mótið var leikið með Greensome fyrirkomulagi, þar sem tveir eru saman í liði.
Keppendur gátu keyrpt teighögg af unglingum og afrekskylfingum GA útá vellinum og voru margir sem nýttu sér þá góðu þjónustu!
Alls voru 76 kylfingar skráðir til leiks, eða 38 lið og safnaðist því vel í sarpinn fyrir ferðina í vor.
Þó vindur hafi verið töluverður að þá var bæði hlýtt og bjart þannig að úr varð hin besta skemmtun.
Úrslit mótsins urður eftuirfarandi:
1. sæti: 66 högg - Hafberg Svansson & Arnheiður Ásgrímsdóttir
2. sæti: 69 högg - Brynja Herborg Jónsdóttir & Jason James Wright
3. sæti: 69 högg - Tryggvi Þór Gunnarsson & Heimir Haraldsson
Næstur holu:
4. hola: 203 cm - Hallur Guðmundsson
8. hola: 639 cm - Kara Líf Antonsdóttir
11. hola: 55 cm - Andri Geir Viðarsson
14. hola: 215 cm - Eygló Birgisdóttir
18. hola: 231 cm - Barði Jakobsson
Lengsta drive:
6. hola: Brynja Herborg Jónsdóttir
15. hola: Sigrún Finnsdóttir
Við viljum sérstaklega þakka öllum þeim kylfingum sem tóku þátt í þessu skemmtilega móti fyrir stuðninginn!
Einnig viljum við þakka kærlega þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem gáfu verðlaun í mótið, en þau voru:
Ecco, Ellingsen, Ormsson, Vodafone, Heimilistæki, Netkerfi, Slippfélagið, Átak, Bjarg Heilsurækt, Ekran, Ásprent, Hliðarfjall, Sundlaug Akureyrar, og Vídalín veitingar sem bauð uppá kaffi og kleinur í mótslok.
Takk fyrir okkur!
Með kveðju,
Afreks- og unglinganefnd GA