Það voru um 70 GA félagar sem mættu á félagsfund sem haldinn var í gær laugardag.
Boðið var upp á mjólkurgraut og slátur og svo setti fundarstjóri Guðmundur Lárusson fundinn. Sigmundur Ófeigsson formaður bauð félaga velkomna og fór yfir árið sem framundan er og hvað hefur helst verið á dagskrá stjórnar og nefnda frá því ný stjórn tók við í nóvember, hann kynnti skipurit klúbbsins og stefnumótun.
Tvö mál voru á dagskrá fundarins, niðurstöður Þjónustukönnunar kynntar og vallarmál, framtíðarsýn Jaðarsvallar, næstu skref.
Jón Steindór Árnason gjaldkeri klúbbsins kynnti niðurstöður úr þjónustukönnun sem gerð var í vetur á meðal félaganna. Sjá má niðurstöður hennar hér í eldri frétt.
Magnús Ingólfsson gerði stuttlega grein fyrir því sem fyrirhugað er að gera í fegrun vallarins og útfærslu á ýmsun aukahlutum á völlinn eins og rusladöllum, teigmerkjum, lengdarhælum og fl.
Þá Kynntu þeir Jón Steindór og Heimir Jóhannsson hvað búið væri að gera, framtíðarsýn vallarins og hvað er fyrirhugað að gera á næstu 2 árum. Þessa kynningu má sjá hér á síðunni undir Jaðar, framkvæmdir - þar má sjá hverja braut fyrir sig og mun það sem verður gert kynnt jafnóðum.
Formaður, gjaldkeri og vallarnefnd sátu svo fyrir svörum eftir kynningu á framtíðarskipulagi.
Fundarmenn voru mjög ánægðir með fundinn og þökkuðu fyrir góða kynningu.
Að lokum voru viðruð ýmis mál og hugmyndir varðandi rekstur klúbbsins og fleira undir liðnum önnur mál.
Stjórn og vallarnefnd þakkar góðan fund.