Mikil þátttaka var á vinnudegi 1. maí í blíðskaparveðri - Tekið var til og þrifið í og umhverfis félagsheimili, málað var inni og úti. Borið var á pall og úti húsgögn. Gróðursettur var fjöldi trjáa. Einnig var eldri gróður grisjaður, brýr endurbyggðar og farið yfir girðingar umhverfis völlinn og svo mætti lengi telja. Fyrirhugað er halda annan vinnudag í tengslum við opnun og verður það vonandi um miðjan maí ef veður verður gott áfram. Stjórn GA þakkar öllum þeim sem mættu.
Myndir frá vinnudeginum eru í myndamöppu. (Völlurinn - Vinnudagur 2007)