Fjórði og síðasti dagur Akureyrarmótsins

Fjórði og síðasti dagur Akureyrarmótsins er í gangi og mikil spenna í loftinu sem endurspeglast í vindinum.

Í meistaraflokki kvenna leiðir Andrea Ýr Ásmundsdóttir nokkuð örugglega með 23höggum, Lilja Maren Jónsdóttir kemur næst í öðru sætinu og Kara Líf Antonsdóttir í því þriðja.

Valur Snær Guðmundsson heldur fast í fyrsta sætið en hann leiðir með þremur höggum, þar kemur Lárus Ingi Antonsson fast á eftir en Lárus spilaði vel við krefjandi vind í gær og smellti sér í annað sætið. Í þriðja sætinu er svo Tumi Hrafn Kúld, fjórum höggum á eftir Lárusi. Örvar Samúelsson og Víðir Steinar Tómasson eru einnig skammt undan og er ljóst að um frábæra keppni á lokadegi verður um að ræða.

Í 1.flokki karla er allt í járnum en þar leiðir Elvar Örn Hermannsson með tveim höggum, á eftir honum koma Ólafur Kristinn Sveinsson og Ísak Kristinn Harðarson og því spennandi lokadagur í vændum.

1.flokkur kvenna býður einnig upp á mikla spennu á lokadegi en þar skilja einungis 5 högg á milli efstu þriggja kylfinganna. Halla Berglind Arnarsdóttir er þar í fyrsta sæti, Björk Hannesdóttir er þremur höggum á eftir henni og í þriðja sætinu er Eva Hlín Dereksdóttir tveimur höggum á eftir Björk.

Hér er hægt að fylgjast með stöðunni í mótinu og skori dagsins: https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/4542105/leaderboard/4183849