Fjórir kylfingar skrifa undir afrekssamning við GA

Veigar, Bryndís Eva og Valur Snær - á myndina vantar Andreu Ýr.
Veigar, Bryndís Eva og Valur Snær - á myndina vantar Andreu Ýr.

Á dögunum voru undirritaðir afrekssamningar við fjóra kylfinga hjá Golfklúbbi Akureyrar.

Kylfingarnir sem um ræðir eru þau Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Bryndís Eva Ágústsdóttir, Valur Snær Guðmundsson og Veigar Heiðarsson.

Allt eru þetta kylfingar sem hafa verið áberandi í starfi okkar undanfarin ár og náð góðum árangri á landsvísu og utan landssteina.
Andrea Ýr er nú á lokaári sínu í háskóla erlendis og keppir fyrir Elon háskólann í Bandaríkjunum, Andrea hefur orðið klúbbmeistari GA undanfarin þrjú ár.
Bryndís Eva fór nýverið í landsliðsferð á vegum GSÍ til Spánar og er ein af efnilegri kvenkylfingum landsins um þessar mundir. Hún hefur orðið Íslandsmeistari í sínum aldursflokki undanfarin tvö ár og keppti á EM landsliða í sumar í stúlknalandsliðinu.
Valur Snær varð klúbbmeistari GA 2024 og átti í harðri baráttu við Veigar á Íslandsmóti 17-18 ára en Valur endaði þar í öðru sæti eins og á Íslandsmótinu í holukeppni þar sem hann tapaði gegn liðsfélaga sínum Veigari í úrslitaleik.
Veigar varð Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í flokki 17-18 ára og stigameistari í sínum aldrusflokki í sumar. Hann hefur undanfarin ár farið mikin í landsliðsverkefnum fyrir hönd GSÍ og samdi á dögunum við ETON háskólann um að leika golf fyrir þá næstu fjögur árin.  

Þessir krakkar eiga það sameiginlegt að leggja mikið á sig til að ná árangri í golfinu og eru öðrum krökkum í starfinu okkar miklar og góðar fyrirmyndir. 

Golfklúbbur Akureyrar er stoltur af okkar fólki og ætlumst við til mikils af okkar afrekskylfingum.