Nú er flatirnar á Jaðarsvelli nánast allar orðnar alveg auðar, það litla sem er eftir af klaka ætti að fara í dag eða á morgun.
Flatirnar líta allar vel út og talsvert af grænu sem kemur undan klakanum. Það er greinilegt að sú vinna sem farið var í í janúar þegar klakinn á öllum flötum vallarins var brotinn er að skila sér vel. Nú vonum við bara að veðurfar verði hagstætt næstu daga/vikur og þá ættu flatirnar að fara vel af stað!