Flottu Hjóna- og paramóti Golfskálans og GA lokið

Þá er einu stærsta móti hjá okkur í GA lokið en það er Hjóna- og paramót Golfskálans og GA. Í ár voru 212 þátttakendur eða 106 hjón og pör sem er sami fjöldi og í fyrra. Fjölmörg hjón eru á biðlista fyrir komandi mót og má sjá að það er gríðarlegur áhugi fyrir því að taka þátt í mótinu.

Líkt og undanfarin ár var keppt eftir tvenns konar fyrirkomulagi, fyrri daginn var spilaður betri bolti og seinni daginn green-some og sáust góð skor í mótinu þetta árið. Leikur hófst stundvísislega klukkan 7:40 á föstudagsmorgun og 7:00 á laugardagsmorgun en þrátt fyrir það mátti ekki sá neinn bilbug á þeim keppendum sem mættu fyrstir á teig, allir klárir í golf og þau átök sem fylgja því. Á laugardagskvöldinu fór fram veisla í skálanum hjá okkur þar sem keppendur áttu saman gott kvöld, borðuðu góðan mat og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi.

Sigurvegarar mótsins í ár voru þau Sigurður Lárus Hólm Guðmundsson og Jóhanna Bárðadóttir en þau léku hringina á 64 og 66 höggum, frábærlega gert hjá þeim! Annars voru verðlaunahafar sem hér segir: 

Nándarverðlaun:
4. hola –
Kvk – Ásgerður Sverrisdóttir 2,59 m
Kk – Guðmundur Haraldsson 1,04 m
18. hola –
Kvk- Guðlaug María Óskarsdóttir 2,10 m
Kk- Máni Ásgeirsson 57 cm
10 hola í tveimur – Jónas og Gulla 3,43 m

Lengsta drive:
6. braut konur – Hlín Hólm
15. braut karlar – Jason James Wright

Verðlaunasæti:

1.sæti: Jóhanna Bárðardóttir og Sigurður Lárus Hólm Guðmundsson 64-66 = 130 högg

2.sæti: Anna María Sigurðardóttir og Guðjón Steinarsson 61-71 = 132 högg

3.sæti: Eygló Birgisdóttir og Hjörtur Sigurðsson 63-70= 133 högg betri seinni dag

4.sæti: Guðlaug María Óskarsdóttir og Jónas Jónsson 56-77=133 högg

5.sæti: Sólveig Sigurjónsdóttir og Sigurður Jónsson 66-68=134 högg betri síðustu 3 seinni daginn

6.sæti: Karín Herta Hafsteinsdóttir og Ríkharður Hrafnkelsson 66-68=134

7.sæti: Valfríður Möller og Jón Karl Ólafsson 64-70=134 högg 

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru af mótinu.