Áskoranda- og Íslandsbankamótaraðir unglinga fóru fram um helgina.
Á Áskorandamótaröðinni áttum við einn keppanda, Lárus Inga Antonsson, en hann keppir í 14 ára og yngri flokki. Mótið fór fram á Þverá Hellishöllum en þetta er annað mótið í mótaröðinni. Lárus Ingi spilaði á 90 höggum og endaði í 7.sæti. Er hann sem stendur í 2. sæti í heildarstigakeppninni með 2062,5 stig, 300 stigum frá efsta sætinu.
Íslandsbankamótaröðin fór fram á Hellu, en einnig var um annað mótið í mótaröðinni um að ræða. Þrír keppendur frá GA voru skráðir til leiks en þeir voru Tumi Hrafn Kúld og Fannar Már Jóhannsson í 15-16 ára flokki og Ævarr Freyr Birgisson í 17-18 ára flokki. Leiknir voru tveir hringir eða 36 holur.
Tumi Hrafn Kúld spilaði á 75 og 69 höggum og endaði í 6. sæti. Glæsilegt skor hjá honum en parið á vellinum er 70 högg. Eftir
þetta mót er Tumi í 7. sæti á stigalistanum.
Fannar Már Jóhannsson spilaði á 80 og 82 höggum og endaði í 23. sæti. Eftir þetta mót er Fannar í 33. sæti á
stigalistanum.
Ævarr Freyr Birgisson spilaði á 77 og 83 höggum og endaði í 17. sæti. Eftir þetta mót er Ævarr í 9. sæti á
stigalistanum.
Greinilegt að ungu kylfingarnir okkar eru að standa sig vel.