Flottur árangur GA krakka á Íslandsmóti golfklúbba

Nú er Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri lokið og vorum við með fimm sveitir sem mættu til leiks og þar af voru þrjár sveitir að keppa á heimavelli.

Hér á Jaðarsvelli var U18 sveitin okkar drengja og stúlkna að keppa ásamt U16 sveit drengja. Strákarnir í U18 fóru alla leið í úrslitaleikinn og þurftu þar að lúta í lægra haldi gegn ógnarsterkri sveit GKG 2-1. Strákarnir ætluðu sér að sjálfsögðu gullið en var gaman að fylgjast með þeim spila á síðustu dögum og gáfu þeir allt í spilamennskuna í úrslitaleiknum í krefjandi aðstæðum hér á Jaðarsvelli. Sveitina skipuðu þeir Heiðar Kató Finnsson, Ólafur Kristinn Sveinsson, Ragnar Orri Jónsson, Valur Snær Guðmundsson og Veigar Heiðarsson.

U16 drengja sveitin lék á föstudagsmorgun við nágrannasveit okkar í GHD um 5. sætið og hafði þar betur 2-1 eftir hörkuleik, frábærlega gert hjá strákunum og gaman að enda mótið vel en strákarnir spiluðu flott golf og var einstaklega gaman að fylgjast með þeim. Sveitina skipuðu þeir: Finnur Bessi Finnsson, Viktor Skuggi Heiðarsson, Vilhjálmur Ernir Torfason, Skúli Friðfinnsson, Patrekur Máni Ævarsson og Elvar Þór Guðbjarnason. 

U18 sveit stúlkna spilaði tvo leiki á föstudeginum en þær byrjuðu á því að vinna GKG-Hægri 3-0 í fyrri viðureign dagsins og mættu síðan sveit GR í seinni leik dagsins og lauk þeirri viðureign með 2-1 sigri okkar stúlkna, frábær lokadagur hjá stelpunum og aldreilis flott að enda þetta á tveimur sigurleikjum. Stelpurnar enduðu því í 5. sæti eftir hörkuspilamennsku. Sveitina skipuðu þær Bryndís Eva Ágústsdóttir, Björk Hannesdóttir, Lilja Maren Jónsdóttir og Ragnheiður Svava Björnsdóttir.

Á Hellu voru U14 sveitirnar okkar tvær báðar að spila á lokadeginum, B-sveitin um 7.sæti og A-sveitin um 3.sæti. GA-B sigraði GM 2-1 í sínum leik og tryggði sér þannig 7.sæti, frábærlega gert hjá strákunum og á meðan spiluðu drengirnir í GA-A sinn leik við NK þar sem að Egill Örn tryggði liðinu sigur eftir að hafa unnið sinn leik í bráðabana og vann því GA 2-1 þann leik og hreppti 3.sætið á Hellu, virkilega flott helgi hjá ungu strákunum okkar. Sveitirnar skipuðu: GA-A: Arnar Freyr Viðarsson, Ágúst Már Þorvaldsson, Baldur Sam Harley og Egill Örn Jónsson. GA-B skipuðu þeir: Askur Bragi Heiðarsson, Bjarki Þór Elíasson, Dagur Kai Konráðsson, Jóakim Elvin Sigvaldason, Kristófer Áki Aðalsteinsson og Óskar Pálmi Kristjánsson. 

Frábær helgi hjá GA krökkunum okkar og verður svo sannarlega gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.