Nú um helgina fór fram Íslandsmót unglinga í höggleik og átti GA 16 þátttakendur á mótinu. Það er skemmst frá því að segja að fjórir GA krakkar náðu á verðlaunapall í mótinu.
Í flokki 14 ára og yngri drengja voru þeir Veigar Heiðarsson, Skúli Gunnar Ágústsson, Ragnar Orri Jónsson, Ólafur Kristinn Sveinsson og Kristófer Magni Magnússon. Skúli Gunnar náði besta árangri þeirra og endaði í öðru sæti eftir harða baráttu við Markús Marelsson sem vann hann með einu höggi. Úrslit strákana voru eftirfarandi:
2.sæti: Skúli Gunnar Ágústsson 75-72-71 +5
5.sæti: Veigar Heiðarsson 75-74-77 +13
T14.sæti: Ragnar Orri Jónsson 86-86-86 +45
T19.sæti: Ólafur Kristinn Sveinsson 97-89-82 +55
26.sæti: Kristófer Magni Magnússon 90-94-95 +66
Þá gerði Veigar Heiðarsson sér lítið fyrir og tryggði sér stigameistaratitilinn í flokki 14 ára og yngri á þessu móti. Veigar tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hann sigraði á þremur þeirra og þar á meðal Íslandsmótinu í holukeppni. Hann varð einu sinni í þriðja sæti og einu sinni í fimmta sæti. Við hjá GA óskum Veigari til hamingju með titilinn!
Í flokki 14 ára og yngri stúlkna var GA með þrjá keppendur, þær Birnu Rut Snorradóttir, Auði Bergrúnu Snorradóttir og Bryndísi Evu Ágústsdóttir. Úrslit stelpnanna voru eftirfarandi:
7.sæti: Auður Bergrún Snorradóttir 87-91-82 +47
T9.sæti: Birna Rut Snorradóttir 85-89-88 +49
24.sæti: Bryndís Eva Ágústsdóttir 108-99-93 +87
Í flokki 15-16 ára drengja átti GA einn keppenda, Óskar Páll Valsson, og hann gerði sér lítið fyrir og endaði í 3.sæti. Óskar lék best allra kylfinga í sínum flokki fyrsta daginn eða á 69 höggum, tveimur undir pari en fataðist aðeins flugið á hring tvö, flott mót hjá Óskari engu að síður.
3.sæti: Óskar Páll Valsson 69-79-73 +8
Í flokki 15-16 ára stúlkur átti GA þrjá keppendur, þær Köru Líf Antonsdóttir, Kristínu Lind Arnþórsdóttir og Lönu Sif Harley. Úrslit stelpnanna voru eftirfarandi:
11.sæti: Kara Líf Antonsdóttir 96-87-88 +58
13.sæti: Kristín Lind Arnþórsdóttir 91-92-90 +60
T14.sæti: Lana Sif Harley 92-95-87 +61
Í flokki 17-18 ára drengir átti GA þrjá þátttakendur, þá Lárus Inga Antonsson, Mikael Mána Sigurðsson og Patrik Róbertsson. Þar stóð Lárus sig best allra og endaði í 2.sæti á eftir Sigurður Arnari sem spilaði frábært golf á 7 undir pari í mótinu. Lárus spilaði flott golf og þar á meðal spilaði hann þrjá undir pari á hring tvö. Úrslit drengjanna voru eftirfarandi:
T2.sæti: Lárus Ingi Antonsson 74-68-74 +3
T7.sæti: Mikael Máni Sigurðsson 75-79-76 +17
T12.sæti: Patrik Róbertsson 77-81-78 +23
Í flokki 17-18 ára stúlkna var Andrea Ýr Ásmundsdóttir meðal þátttakenda og endaði hún í 2.sæti eftir flotta spilamennsku.
2.sæti: Andrea Ýr Ásmundsdóttir 76-77-73 +13
Flott helgi hjá krökkunum okkar og er það ljóst að framtíðin er björt hjá Golfklúbbi Akureyrar.