Flottur árangur hjá unglingum GA á Nettó mótinu

Lárus Ingi Antonsson, sigurvegari Nettó mótsins í flokki 19 - 21 árs.
Lárus Ingi Antonsson, sigurvegari Nettó mótsins í flokki 19 - 21 árs.

Um helgina fór fram Nettó mótið sem er hluti af Unglingamótaröð GSÍ, þetta var annað mót sumarsins hjá unglingunum og stóðu okkar krakkar sig með mikilli prýði. Alls tóku 148 keppendur þátt í mótinu og þar af voru 9 úr Golfklúbbi Akureyrar. 

Spilað var á Leirdalsvellinum hjá GKG, yngri flokkarnir spiluðu 36 holur á meðan eldri flokkarnir spiluðu 54 holur. Mótið fór vel fram þó svo að veðrið hafi verið alls konar.

Unglingarnir úr GA stóðu sig vel en þar ber helst að nefna að Lárus Ingi Antonsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í flokki 19 – 21 árs, Auður Bergrún Snorradóttir og Skúli Ágústsson náðu bæði silfrinu í sínum flokkum og Veigar Heiðarsson náði bronsinu í sínum flokki.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig allir okkar unglingar stóðu sig, við óskum þeim öllum til hamingju og hvetjum þau til að halda áfram að æfa vel og skila árangri.

 

14 ára og yngri stelpur:

2. sæti - Auður Bergrún Snorradóttir I  91 – 83 (+32)

5. sæti - Birna Rut Snorradóttir I  89 – 93 (+40)

9. sæti - Bryndís Eva Ágústsdóttir I  101 – 93 (+52)

 

14 ára og yngri strákar:

11. sæti - Ólafur Kristinn Sveinsson I  95 – 95 (+48)

 

15 – 16 ára strákar:

2. sæti - Skúli Gunnar Ágústsson I  80 – 74 (+12)

3. sæti - Veigar Heiðarsson I  75 – 81 (+14)

 

17 – 18 ára strákar:

12. sæti – Óskar Páll Valsson I  80 – 82 – 79 (+28)

12. sæti – Mikael Máni Sigurðsson I  79 – 81 – 81 (+28)

 

19 – 21 árs drengir:

1. sæti - Lárus Ingi Antonsson I  75 – 74 – 73 (+9)