Forgjafarnefndir golfklúbba landsins eru nú að fara yfir forgjöf kylfinga og athuga hvort að breyta þurfi forgjöfinni eftir síðasta sumar.
Forgjafarnefnd Golfklúbbs Akureyrar kom saman á fundi nú um helgina og fór yfir forgjöf kylfinga GA .
Niðurstaðan er sú að 46.7% kylfinga er með óbreytta forgjöf, 15.1% kylfinga lækka og 6.8% hækka í forgjöf. 31.5% kylfinga er með óvirka forgjöf.
Óvirk forgjöf eru þeir sem hafa ekki skilað inn fjórum hringjum til forgjafar á árinu sem var að líða. Samkvæmt forgjafarkerfi EGA og GSÍ þarf að yfirfara forgjöf meðlima á landinu og athuga hvort að kylfingar séu með rétta forgjöf miðað við spilamennsku síðasta árs. Forgjöf getur hækkað eða lækkað allt að þrjú högg á milli ára en hámarksfjöldi högg í breytingu fækkar því neðar sem forgjöfin er.
Sjá reglur um forgjöf á heimasíðu GSÍ www.golf.is