Forgjafarleiðrétting

Árleg endurskoðun forgjafar hjá GA hefur farið fram og voru þær breytingar sem kerfið lagði til samþykktar í forgjafarnefnd.

Við viljum minna kylfinga á að skoða forgjöfina sína og ef þeir hafa einhverjar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru að hafa samband við forgjafarnefnd og við skoðum málið.

Viljum við minna þá kylfinga á sem eru með óvirka forgjöf að skila inn hringjum í vor til að virkja forgjöfina og eiga möguleika á að vinna til verðlauna í mótum í sumar.

Óvirk forgjöf eru þeir sem hafa ekki skilað inn fjórum hringjum til forgjafar á árinu sem var að líða. Samkvæmt forgjafarkerfi EGA og GSÍ þarf að yfirfara forgjöf meðlima á landinu og athuga hvort að kylfingar séu með rétta forgjöf miðað við spilamennsku síðasta árs. Forgjöf getur hækkað eða lækkað allt að þrjú högg á milli ára.

Sjá reglur um forgjöf á heimasíðu GSÍ www.golf.is