Í gær komu 121 sáttir GA félagar og nokkrir vinir og vandamenn heim til Akureyrar aftur eftir frábæra ferð með Vita ferðum til Morgado í Portúgal.
Ferðin tókst alvega stórkostlega og voru allir virkilega sáttir með frábæra ferð þegar lent var á Akureyrarflugvelli í gær eftir beint flug frá Faro í Portúgal.
Síðustu viku var hópurinn í golfferð í Morgado sem er stórkostlegt golfvæði rétt við Portimao í Portúgal. Tveir frábærir 18 holu golfvellir og öll önnur aðstaða til fyrirmyndar.
Með í för voru einnig 17 krakkar sem voru þarna við æfinga og spil og stóðu þau sig öll alveg virkilega vel og voru klúbbnum til mikils sóma.
Það er ekki hlaupið að því að fara út með svona stóran hóp en það tókst alveg ótrúlega vel og allír fóru heim glaðir og sælir enda búin að spila 27 - 36 holur á dag alla vikuna.
Nú förum við strax í það að skipuleggja næstu GA ferð :)
Við viljum þakka öllum sem komu með okkur í þessa skemmtilega ferð og það er vegna ykkar sem hún tókst svona vel þar sem félagsskapurinn var einstaklega góður.
Við viljum einnig þakka VITA ferðum fyrir að bjóða upp á þessa frábæru ferð í beinu flugi frá Akureyri, svo viljum við þakka sérstaklega fararstjórunum okkar þeim Davíð og Einari fyrir þeirra störf sem voru óaðfinnanleg.
Nú förum við bara að láta okkur hlakka til næstu ferðar :)