Verið er að vinna við nýjan teig á 10. braut
Eins og fram kom í frétt hér fyrr þá er þetta síðasta framkvæmdarárið í endurbótum á vellinum okkar sem hófust árið 2007 þegar skrifað var undir framkvæmdasamning við Akureyrarbæ um uppbyggingu á flötum, teigum og endurbætur á brautum.
Nú er vinna hafin við þá teiga sem eftir eru og er nú verið að stækka teig á 10. braut. Allir teigar þar verða stækkaðir og þaktir með hefðbundnu grasi og gervigrasi að hluta. Markmiðið að þeir þoli álag betur.
Meðfylgjandi mynd er tekin í dag þegar verið var að flytja efni í teiginn og móta hann.