Í dag hófust framkvæmdir við þökulögn á 10.teig. En allt teigasettið hefur verið endurnýjað þar á sama stað og gamli teigurinn var. Verður hann stækkaður til muna til að geta dreift álagi á honum í framtíðinni, ásamt því verður svæðið í kringum teiginn lagfært. Í haust verður svo farið í að gera nýja flöt við 10. brautina.
Í dag var klárað að fullmóta 2. grínið, þökulögn fer fram strax eftir helgi og vonandi verður grínið full klárað í vikunni. Nýja grínið mun stórbreyta holunni en grínið verður stærra en forveri sinn ásamt því að það verður umvafið sandglompum.
Þegar þessum framkvæmdum er lokið verður farið í að klára teig á 3., síðan teig á 6. Þegar því er lokið verður farið í að klára umhverfi á 16. flöt og brautarglompur á 16. Endað verður á að þökuleggja og ganga frá tjörnum á 13. og 15. ásamt skurði á 15. Meðfram þessum verkum verður farið í að þökuleggja allt svæðið á 5. braut.
Áætlað er að þessum framkvæmdum verði lokið í júní.
Óþreyjufullir golffélagar geta því farið að hlakka til að spreyta sig á þessum nýjungum í nánustu framtíð.