Bæjarráð samþykkti tillögu íþróttaráðs um nýtingu á kjallara
Íþróttahallarinnar á Akureyri.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær, tillögu íþróttaráðs þess efnis
að Golfklúbbi Akureyrar og Skotfélagi Akureyrar verði gert kleift að færa inniaðstöðu sína í kjallara Íþróttahallarinnar
og að leigu vegna þessa verði bætt við fjárhagsramma íþróttadeildar.
Farið verður sem fyrst í það að undirbúa aðstöðuna fyrir klúbbinn.