Framkvæmdum á Jaðarsvelli fer senn að ljúka, en árið 2013 verður síðasta stóra framkvæmdaárið á vellinum sjálfum. Meðfylgjandi er yfirlit yfir framtíðarskipulag vallarins.
Meðal framkvæmda á næsta ári er ýmislegt sem sjá má á yfirlitsmyndinni. Þar má helst nefna nýja flöt á 10. braut, nýja teiga á 11. braut og tjarnir á 12. og 13. braut. Teigar á 3., 12., 15. og 17. braut eru einnig hluti framkvæmda á næsta ári. Brautarglompum mun einnig fjölga, en þar má t.d. nefna glompur á 5., 7. 10. og 13. braut.
Þegar nýju brautirnar norðan vallarins verða tilbúnar verður ráðist í flutning æfingasvæðisins. Staðsetning þess við golfskálann gefur marga möguleika og er líkleg til að auka nýtingu þess umtalsvert. Á æfingasvæðinu verður einnig lítill 6 holu völlur þar sem bæði byrjendur og lengra komnir geta æft sig.
Félagar eru hvattir til að skoða meðfylgjandi skjal og koma á framfæri ábendingum um hvað sem þeir telja að betur megi fara. Hægt er að senda ábendingar hér í gegnum vefinn.