Góð mæting var á fundinn.
Formaður bað fundarmenn að minnast þeirra kylfinga sem fallið hafa frá á starfsárinu.Í árskýrslu stjórnar var ítarlega gerð grein fyrir starfi síðasta árs og störfum nefnda klúbbsins. Ársskýrslu má lesa hér.
Ársreikningur var samþykktur samhljóða svo og tillaga stjórnar að breyttum árgjöldum fyrir næsta ár. Ársreikning má sjá hér.
Hagnaður af rekstri klúbbsins var kr. 4.0 millj. fyrir fjármagnsliði en 2.0 millj. eftir fjármagnsliði. Tekjur voru 78.5 millj. og rekstrargjöld 74.5 millj.
Halldór Rafnsson var endurkjörinn formaður, þær breytingar voru gerðar í stjórn að Gunnar Vigfússon fór í varastjórn en Halla Berglind í aðalstjórn þá hætti Svanhvít Ragnarsdóttir stjórnarsetu eftir 7 ár í stjórn og í hennar stað kom Guðlaug María Óskarsdóttir.
Veittar voru eftirfarandi viðurkenningar á fundinum, háttvísisbikarinn 2010 en hann er veittur þeim unglingi sem uppfyllir kröfur um háttvísi, prúðmennsku og framfarir í golfþíþróttinni, bikarinn hlaut Stefanía Kristín Valgeirsdóttir. Hún varð í 2. sæti í Meistarmótinu í sumar en þar keppti hún í meistaraflokki. Stefanía Kristín endaði í 6. sæti í sínum flokki á Íslandsmóti unglinga í Vestmannaeyjum. Hún varð Norðurlandsmeistari stúlkna í flokki 17-18 ára í Norðurlandsmótaröðinni í sumar. Hún var í sveit GA sem hafnaði í þriðja sæti í flokki 18 ára og yngri. Á uppskeruhátíð unglingaráðs í haust fékk Stefanía Kristín sérstök verðlaun fyrir góða ástundun. Stefanía lækkaði í forgjöf í sumar fór úr 15.6 í 12.5. Í sumar vann Stefanía við að leiðbeina yngstu börnum hjá klúbbnum undir handleiðslu Ólafs kennara ennfremur var hún að vinna í afgreiðslu og veitingasölu og var hún allsstaðar hvers manns hugljúfi.
Þá var kylfingur GA 2010 kjörinn Örvar Samúelsson, bikar þessi var veittur í fyrsta sinn haustið 2007. Hann er gefinn af Ómari Halldórssyni. Örvar er nýstiginn upp úr unglingaflokki og hefur alla burði til að vera í fremstu röð um ókomin ár kjósi hann svo. Örvar varð Akureyrarmeistari í sumar og hann sigrað meistaramót klúbbsins einnig síðastliðið ár, varð íslandsmeistari í holukeppni 15 ára og yngri á sínum tíma, varð níundi á Íslandsmótinu í sumar sem haldið var á Kiðjabergsvelli, Örvar lék alls á 297 höggum en hann vakti verðskuldaða athygli á þriðja keppnisdegi, er hann jafnaði vallarmetið. Örvar lék þá hringinn á 68 höggum og deilir vallarmetinu með nýkrýndum Íslandsmeistara, Birgi Leifi Hafþórssyni. Örvar var í keppnissveit GA sem sigraði aðra deild og tryggði sér þar með þátttökurétt meðal þeirra bestu að ári. Forgjöf Örvars lækkaði úr 2,1 niður í 0,3.
Anton Ingi Þorsteinsson varð holumeistari GA 2010 en hann sigraði bróðir sinn Konráð Vestmann Þorsteinsson, úrslit réðust á 18. holu og í 3. sæti varð Albert Hannesson.
Fundarstjóri var Guðmundur Lárusson og fundarritari Gunnar Vigfússon