Fréttir af Stefaníu í háskólagolfinu í Bandaríkjunum.

Eins og flestir vonandi vita þá er ég á mínu öðru ári í Pfeiffer University og hef verið að bæta mig bæði í náminu og golfinu síðan ég kom út. Ég er að læra að verða íþróttakennari með áherslu á þjálfara í golfi og hef verið að standa mig vel í skólanum. Ég varð fyrir þeirri óheppni að fara úr axlarlið í október síðastliðnum. Það var í annað skiptið sem ég fer úr axlarlið og var spurning um hvort ég þyrfti að fara í aðgerð á öxlinni eða ekki. Ég vildi helst ekki fara í aðgerð og eftir að hafa rætt þetta mál vel og vandlega við sjúkraþjálfarana hjá skólanum, var ákveðið að gefa öxlinni annað tækifæri og því ákvað ég að byrja í endurhæfingu um leið og öxlin var nógu góð. Ég hef því verið að styrkja alla vöðvana í kringum öxlina til að halda henni á sínum stað í rúmlega tvo og hálfan mánuð núna. Það hefur gengið mjög vel og er ég farin að slá með um 70% sveiflu á æfingum og má líklegast sveifla með 100% sveiflu eftir rúmar tvær vikur.

Ég og stelpurnar í liðinu stöndum í fjáröflun þetta árið til að safna fyrir betri keppnisferðum á næsta ári og datt mér í hug að klúbbmeðlimir GA vildu styrkja okkur. Við tökum við öllum upphæðum, hvort sem það eru 500 krónur eða 5000 krónur, hver króna er vel þegin. Ef áhugi er fyrir að styrkja okkur stelpurnar hér í Pfeiffer þá er hægt að senda mér tölvupóst á netfangið fyrir neðan og ég gef upp viðeigandi upplýsingar. Markmiðið er að safna $200 á mann, sem eru um 25.000 krónur. Peningurinn verður meðal annars notaður í keppnisbúnað fyrir okkur stelpurnar og sem mótsgjald í betri mót sem haldin eru á betri völlum, til dæmis í Flórída og Pinehurst, þar sem US Open verður haldið nú 2014. Hér fyrir neðan er linkur á síðu fjáröflunarinnar þar sem hægt er að sjá frekari upplýsingar um okkur.

http://pfeiffer.kintera.org/faf/donorReg/donorPledge.asp

Ég læt einnig fylgja með link á síðuna okkar þar sem hægt er að skoða allar íþróttir hjá skólanum. Hjá hverri íþrótt er listi yfir þá sem eru í liðinu, listi yfir mót sem við förum á, niðurstöður, upplýsingar um þjálfarann og fréttir af því sem við erum að gera hverju sinni :)  

 http://gofalconsports.com/sport.asp?sportID=10

 

Ef klúbbmeðlimir hafa áhuga á að vita meira um háskólaferil minn eða annað sem fram kom hér að ofan, er hægt að senda mér fyrirspurnir í tölvupósti á stefania.kristin@gmail.com, og ég svara við fyrsta tækifæri.

 

Með fyrirfram þökkum,

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir