Fréttir af vallarframkvæmdum

Framkvæmdir hefjast við þökulögn á 13. og 4. flöt innan fárra daga

Eins og áður hefur komið fram þá var mikið verk unnið á vinnudegi en það sem ekki náðist að klára þá var ný girðing vestan við nýja hluta vallarins að girðingu vegagerðar, brúarsmíði við nýja 13 flöt, klippa og saga tré við 4 flöt og víðar.

Framkvæmdir hefjast við þökulögn á 13. og 4. flöt innan fárra daga og er vallarstjóri að skoða flatargras á suðurlandinu í það, þökur í umhverfi flata eru til hér á staðnum. Ennfremur mun verða farið í þökulögn á gulum 12. teig.   Það er von vallarnefndar að þessi verk verði kláruð nú í maí og júní og flatirnar verði opnaðar í lok júní mánaðar.

Vallarnefnd vill koma þeim tilmælum til GA félaga að þeir sem gefa kost á sér í vinnu við afmörkuð verk eitt og eitt kvöld að senda okkur línu á netfang klúbbsins gagolf@gagolf.is, þá er hægt að hringja í viðkomandi þegar verkið skal unnið.