Þá hendum við af stað fyrsta móti vetrarins í golfhermunum okkar!
Ekkert gjald er rukkað í mótið og borga kylfingar einungis fyrir þann tíma sem þeir taka í hermunum. Mótið er ætlað kylfingum 20 ára og eldri og er spilað í trackman forritinu völllinn Shelter Harbor.
Shelter Harbour völlurinn er spilaður í Trackman forritinu. Spilaður er höggleikur með forgjöf, miðað við vallarforgjöf á Jaðarsvelli af gulum og rauðum teigum. Karlar spila af "white" teigum sem svipar til gulra teiga á Jaðarsvelli og konur og karlar 70 ára og eldri spila af "red" teigum eða þeim sem svipa til rauðra teiga á Jaðarsvelli. Púttinn eiga að vera stillt á auto - fixed.
Ekkert gjald er rukkað og er skori skilað á jonheidar@gagolf.is eða inn á skrifstofu í Golfhöllinni. Það þarf að hafa ritara sem kvittar undir skorkortið eða vottar að réttu skori sé skilað inn.
Spila má eins marga hringi og hver vill á tímabilinu 6. janúar - 9. febrúar.
Frekari upplýsingar veitir Jón Heiðar á jonheidar@gagolf.is