Fyrsta hluti árgjalds kominn í heimabanka

Kæru GA félagar,

Þá hafa verið stofnaðar fyrstu kröfur fyrir árgjöldum 2025 í heimabanka ykkar. Líkt og áður er árgjaldinu skipt niður í þrjár kröfur með eindaga 1.jan , 1.feb og 1.mars. Kröfurnar bera engan kostnað séu þær greiddar eftir eindaga.

Langar okkur því að hvetja ykkur félagar góðir að ganga frá ykkar árgjaldi um leið og kostur er. Við minnum á að þeir félagar sem hafa greitt árgjöldin sín fyrir 15. mars fá inneign upp á birdiekort á Klöppum æfingasvæði. 

Þeir sem óska eftir að greiða árgjöldin með kreditkorti eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu GA á jonheidar@gagolf.is og ganga frá því. Þeir félagar sem ekki hafa greitt árgjöld eða samið um greiðslu á því fyrir 1. maí verða teknir út af félagaskrá GA.