Fyrsta púttmót vetrarins var haldið á sunnudaginn
Mikill fjöldi kylfinga mætti í inniaðstöðuna okkar núna á sunnudaginn þegar formlega var opnað eftir gott sumar á golfvellinum.
Keppt var í 3 flokkum
Sigurvegari í unglingaflokki var Stefán Einar Sigmundsson, jafn honum í öðru sæti á 29 púttum var Lárus Ingi Antonsson og í þriðja sæti var Kristján Benedikt Sveinsson með 30 pútt. Fleiri unglingar voru með 30 pútt en þegar talið var til baka hafði Kristján betur.
Í kvennaflokki sigraði Sólveig Erlendsdóttir en hún púttaði 32 pútt, Brynja Herborg var með 33 pútt og Halla Sif varð í 3 sæti eftir að talið var til baka með 34 pútt.
Karlaflokkurinn var lang fjölmennastur og skorið mjög jafnt, jafnir í 1 og 2 sæti voru Anton Ingi Þorsteinsson og Guðmundur Lárusson (2) og í 3 sæti var Rúnar Pétursson þegar talið var til baka með 31 pútt.
Verðlaunin voru frá Nóa Síríus