Í dag, þriðjudaginn 26. september klukkan 17:00, munum við taka fyrstu skóflustunguna af viðbyggingu við Jaðar sem mun hýsa inniæfingaaðstöðu okkar.
Það verður hann Gísli Bragi Hjartarson, heiðursfélagi GA, sem mun taka fyrstu skóflustunguna.
Gísli Bragi er flestum GA félögum vel kunnugur en hann var formaður Golfklúbbs Akureyrar á árunum 1984-1986 og síðan framkvæmdarstjóri 1989-1994. Gísli Bragi var gerður að heiðursfélaga árið 2009, það sama ár og hann fagnaði 70 ára afmæli sínu.
Við hvetjum félagsmenn og velunnara til að fjölmenna upp á Jaðar en eftir að skóflustungunni er lokið mun Steindór Kr. framkvæmdarstjóri GA fara yfir kynningu á verkinu ásamt léttri yfirferð á verkefnum sumarsins og haustverkum.