Strákarnir okkar í sveit 16 ára og yngri gerðu sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeistarar á föstudaginn síðasta eftir harða keppni á Hellu.
Strákarnir unnu sveit GKG í úrslitaleiknum sannfærandi 3-0 þar sem Ólafur Kristinn og Valur unnu fjórmenninginn 5/4, Veigar vann sinn leik 4/2 og Skúli Gunnar vann 1/0. Strákarnir léku afar vel á mótinu og stóðu uppi sem sigurvegarar að loknu mótinu. Sveitina skipuðu þeir Heiðar Kató Finnsson, Ólafur Kristinn Sveinsson, Ragnar Orri Jónsson, Skúli Gunnar Ágústsson, Valur Guðmundsson og Veigar Heiðarsson. Við óskum strákunum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju og erum gríðarlega stolt af árangri þeirra.
Á Íslandsmóti 14 ára og yngri sem fram fór á Akranesi sendi GA þrjár sveitir til keppni, tvær í drengjaflokki og eina í stúlknaflokki.
Hjá strákunum keppi sveit GA um 3.sætið en tapaði þar gegn GK 3/0, þá sveit skipuðu þeir Arnar Freyr Viðarsson, Ágúst Már Þorvaldsson, Baldur Sam Harley, Egill Örn Jónsson og Hákon Bragi Heiðarsson, allir þessir strákar eru fæddir 2010 og eru því einungis 12 ára. Sameiginleg sveit GA og GHD endaði í 7. sæti en 10 lið kepptu á mótinu, hana skipuðu þeir Hafsteinn Thor Guðmundsson (GHD), Maron Björgvinsson (GHD), Magnús Sigurður Sigurólason, Skúli Friðfinnsson og Viktor Skuggi Heiðarsson.
Stúlknasveit okkar GA/GSS endaði í 5. sæti eftir hetjulega baráttu, þær voru jafnar GM á sigrum í 4-5 sæti en sveitina skipuðu þær Birta Rán Víðisdóttir, Bryndís Eva Ágústsdóttir, Björk Hannesdóttir, Dagbjört Sísí Einarsdóttir (GSS), Gígja Rós Bjarnadóttir (GSS) og Lilja Maren Jónsdóttir.
Við hjá GA erum gríðarlega stolt af krökkunum okkar og er ljóst að þau eru að bæta sig og við hörfum björt til framtíðarinnar hér hjá GA.