GA leitar að golfkennara

Golfkennari Golfklúbbs Akureyrar

Vilt þú taka þátt í spennandi starfi Golfklúbbs Akureyrar?

Laus er til umsóknar staða golfkennara Golfklúbbs Akureyrar (GA).  Golfkennari gegnir lykilhlutverki í starfi klúbbsins og hefur yfirumsjón með skipulagi og þjálfun kylfinga í klúbbnum.  Golfkennari myndar framkvæmdastjórn GA ásamt framkvæmdastjóra og vallarstjóra.

Jaðarsvöllur, golfvöllur GA, er meðal fremstu 18 holu golfvalla landsins.  Þá er hafin uppbygging nýs æfingasvæðis og par 3 vallar sem mun gjörbreyta allri æfingaaðstöðu.  Stutta spilið er æft á fyrsta flokks æfingaflötum.  Á veturna æfa félagar í frábærri aðstöðu í íþróttahöllinni á Akureyri, þar sem m.a. er boðið upp á æfingar og kennslu í Trackman og spil í fyrsta flokks golfhermi.  Félagar eru um 760, þar af eru börn og unglingar ríflega 160. 

Nánari upplýsingar um GA má finna á www.gagolf.is og www.arcticopen.is.

Starfssvið:

  • Stefnumótun og markmiðasetning varðandi golfþjálfun
  • Ábyrgð á þjónustu við almenna kylfinga á sviði þjálfunar
  • Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar barna og unglinga
  • Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar afrekskylfinga
  • Upplýsingagjöf og samstarf við stjórn, starfsfólk og nefndir klúbbsins

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Viðurkennt PGA golfkennaranám
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Geta til að tjá sig í ræðu og riti
  • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjanda og kynningarbréf þar sem ástæða umsóknar er tilgreind.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri GA,  í síma 857 7009 og í netfanginu agust@gagolf.is.  

Umsóknarfrestur er til 26. nóvember.