Viðmiðunarmót LEK var haldið hjá Keili í Hafnarfirði um helgina og þar voru GA menn í þrem efstu sætum í karlaflokki 55+.
Þetta var 8. viðmiðunarmót LEK. Haraldur Júlíusson var í 1. sæti lék á 71 höggi. Björgvin Þorsteinsson lék einnig á 71 höggi, eða pari og varð í öðru sæti. Viðar Þorsteinsson varð í þriðja sæti á 72 höggum. Þessi árangur Björgvins tryggði honum sæti í öldungalandsliði Íslands og hefur hann þá leikið í öllum landsliðum Íslands og er fyrstur til þess að ná því.