Saga Travel og Golfklúbbur Akureyrar hafa undirritað samning sem felur í sér samstarf um sölu og markaðssetningu á golfíþróttinni fyrir erlenda ferðamenn.
Helstu verkefni sem félögin sameinast um eru annars vegar áframhaldandi þróun og vöxtur Arctic Open golfmótsins með það í huga að fjölga erlendum gestum sem sérstaklega koma til Íslands til að spila miðnæturgolf ásamt því að njóta þess sem náttúra og menning á Norðurlandi hafa upp á að bjóða.
Auk þess felur samstarfið í sér áætlun um að fjölga þeim ferðamönnum sem velja sér að spila golf á Jaðarsvelli, sérstaklega í þeim hópi sem kemur með skemmtiferðaskipum.
Það er von beggja aðila að á samningstímanum gefist tækifæri til að kanna fleiri möguleika á samstarfi er varðar þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn.
Það er mikil ánægja með þennan samning og væntum við mikils af samstarfinu við Saga Travel næstu árin, þar sem að fyrirtækið hefur fest sig í sessi sem eitt öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins.