Stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 2. deildina með glæsibrag nú rétt í þessu!
Hreinn úrslitaleikur beið þeirra í morgunsárið á móti NK og unnu stelpurnar okkar 2,5-0,5. Lilja og Kara unnu fjórmenninginn 3/2 og Andrea vann sinn leik 8/7 og því voru úrslitin ráðin og Bryndís þurfti ekki að klára sinn leik.
Frábært mót hjá stelpunum sem vinna sig upp í efstu deild með þessum sigri.
Sveitina skipuðu þær: Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Bryndís Eva Ágústsdóttir, Björk Hannesdóttir, Kara Líf Antonsdóttir og Lilja Maren Jónsdóttir. Ólafur Auðunn Gylfason var liðsstjóri liðsins og óskum við þeim innilega til hamingju með sigurinn.