Það má með sanni segja að krakkarnir okkar hafi staðið sig með prýði á Unglingalandsmóti UMFÍ sem lauk í gær. Alls hirtu GA unglingar fjögur gullverðlaun af sex sem er frábært!
Í flokki drengja 16-18 ára bar Kristján Benedikt sigur úr bítum en hann spilaði hringina tvo á samtals fjórum höggum yfir pari. Víðir Steinar lenti í öðru sæti á +8, Fannar, Stefán og Þórarinn Kristján náðu ekki inn á verðlaunapall.
Í flokku stúlkna 14-15 ára lenti Ólavía Klara Einarsdóttir í 3.sæti. Gunnar Aðalgeir Arason gerði sér lítið fyrir og vann flokk drengja 14-15 ára en hann spilaði hringina tvo á samtals 12 höggum yfir pari. Brimar Jörvi endaði í 7.sæti.
Í flokki stúlkna 11-13 ára sigraði Andrea Ýr og Tinna Klemenzdóttir í 4.sæti. Í flokki drengja 11-13 ára sigraði Lárus Ingi á +10 og Mikael Máni endaði í 4.sæti.
Það er ljóst að efniviðurinn er nægur hér hjá okkur í GA og erum við gífurlega stolt af árangri krakkanna okkar.