Í dag komust Valur, Veigar, Arnar Freyr, Embla Sigrún og Kristófer Áki í 4 manna úrslit eftir sigur í 8 manna úrslitum en GA var með 9 kylfinga í 8 manna úrslitum.
Valur og Veigar mætast í leik um 1-2.sæti í flokki 17-18 ára.
Arnar Freyr keppir um 3-4.sæti í flokki 14 ára og yngri drengja.
Embla Sigrún keppir um 3-4.sæti í flokki 12 ára og yngri stúlkna.
Kristófer Áki keppir um 3-4.sæti í flokki 12 ára og yngri drengja.
Sama hvernig fer í fyrramálið þá er þetta frábær árangur okkar iðkenda, Áfram GA!
Hér er hlekkur á leiki mótsins