Í framhaldi af félagafundinum sem haldinn var nýlega var ákveðið að bjóða öðrum hagsmunaaðilum úr samfélaginu á kynningarfund þar sem farið var yfir starf GA, bæði hvað snertir almennan rekstur og framkvæmdasamning þann sem hefur verið í gildi við Akueyrarbæ frá árinu 2007. Fundurinn var haldinn að Jaðri.
Góð mæting var á fundinn, en þar var bæði fólk sem spilar golf og fólk sem hefur enga aðkomu haft af íþróttinni. Gjaldkeri og formaður GA fóru m.a. yfir þróun í félagafjölda, spilaðra hringja og framgang framkvæmda. Líflegar umræður spunnust og greinilegt er að mikill áhugi er á starfi klúbbsins og mikilvægi þess fyrir samfélagið.
Stjórn GA þakkar öllum þeim sem mættu og stefnir á að halda sambærilega fundi með reglulegu millibili, bæði fyrir félaga og aðra hagsmunaaðila.