Golf með skynsemi

Golf með skynsemi eykur ánægjuna.  Um er að ræða sjálfsagða hluti; öryggisatriði, tillitsemi, snyrtimennsku og góða umgengni. Þetta eru allt einföld atriði en þrátt fyrir það eru siðareglur golfíþróttarinnar allt of oft þverbrotnar. Með vaxandi fjölda kylfinga og þrengslum á golfvöllum eykst þörfin fyrir það að leika golf með skynsemi. Meiri þörf verður þannig á því að sýna tillitsemi og þolinmæði á golfvöllum.

Förum vel með völlinn okkar

Boltaför Þegar boltinn kemur niður á flötina myndast far eftir hann í yfirborð flatarinnar. Því mýkri sem flötin er og því lóðréttar sem boltinn fellur, þeim mun dýpra verður farið.

https://www.youtube.com/watch?v=GRjz9hPiIl4

Grasið deyr fljótt Jörðin pressast saman við niðurokmu boltans þannig að vaxtarkringumstæður grasrótanna breytist. Ef farið er ekki lagað strax, eða nógu fljótt, deyr grasið. Við það myndast svolítil lækkun á yfirborð flatarinnar, sem oftast sést ekki fljótt á litið, en er samt nægileg til að valda því að bolti sem kemur rúllandi  hoppar til, missir ferð eða breytir um stefnu. Púttið verður því of stutt eða geigar, Boltafar sem lagað er strax jafnar sig á einum sólarhring.

Lagið förin með flatargaffli Það er enginn vandi að gera við för eftir niðurkomu bolta ef notað er rétt áhald. Það er fjarri lagi að nóg sé að pota svolítið í yfirborð flatarinnar með tíi. Nauðsynlegt er að hafa flatargaffal, sem hægt er að stinga svo djúpt að komist verði undir farið og þannig sé hægt að lyfta samanpressaðri jörðinni með rótum upp aftur.

Golf með skynsemi eykur ánægjuna.  Um er að ræða sjálfsagða hluti; öryggisatriði, tillitsemi, snyrtimennsku og góða umgengni. Þetta eru allt einföld atriði en þrátt fyrir það eru siðareglur golfíþróttarinnar allt of oft þverbrotnar. Með vaxandi fjölda kylfinga og þrengslum á golfvöllum eykst þörfin fyrir það að leika golf með skynsemi. Meiri þörf verður þannig á því að sýna tillitsemi og þolinmæði á golfvöllum.

Farið varlega með holubrúnirnar Gætið þess að skemma ekki holubrúnirnar með flaggstönginni. Setjið hana varlega aftur í holuna þannig að hún sé rétt í henni. Það er ófyrirgefanlegt að skeyta skapi sínu með því að lemja henni niður í holuna.

Farið vel með grasteiga og kraga (foregreen) Flatirnar eru vönduðustu grasfletirnir á vellinum og þeir eru dýrustu í gerð og viðhaldi. Næst þar á eftir koma grasteigar og brautin umhverfis flatirnar sem kölluð er kragi (foregreen). Því skal viðhafa sérstaka gát í umgengni um þessi svæði vallarins. Bannað er að draga golfkerrur yfir grasteiga og kraga. Kerruhjölín valda þrýstingi  á grasið, einkum ef hjólbarðar þeirra eru mjóir. Draga skal kerrur í kringum þessi svæði jafnvel þótt krókur sé.

Leggðu torfusnepla í kylfufarið í golfi er heppni og óheppni hluti af leiknum. Allt hefur þó sín takmörk. Dæmi um hið síðarhefnda er að þurfa að leika upp úr fari eftir uppslegna torfu sem ekki hefur verið lögð aftur í farið. Þið getið lagt ykkar ap mörkum til að forða öðrum eða jafnvel ykkur sjálfum frá slíkri óheppni.

Um glompur Um glopmur (sandgryfjur) gildir eitt lögmál. Skiljið við þær eins og þið viljið koma að þeim. Sandurinn í glompunni á að vera rakaður og sléttur. Ekki mega vera holur eða garðar sem gera höggið erfiðara. Rakið ekki einungis niður glompuna heldur verðið þið að athuga að sandurinn sé jafnþykkur í henni. Í svo til öllum glompum eru ein til tvær hrífur sem nota á til að raka sandinn og slétta eftir sig.

Tillitssemi

Mætið tímanlega til leiks
Sæýnið tillitsemi með því að mæta tímanlega á fyrsta teig áður en leikur hefst. Ef um keppni er að ræða, segir í golfreglunum, að þið skuluð vera á fyrsta teig á skráðum tíma að viðlagðri frávísun. Með því að venja ykkur á stundvísi sleppið þið við að þurfa að flýta ykkur og fara í taugarnar á þeim sem annars þyrftu að bíða.

Standið kyrr og hafið hljótt á meðan annar slær
Golf er einbeitingarleikur. Hávaði, óvænt hljóð eða hreyfing sem leikmaður skynjar nálægt sér getur truflað einbeitingu.

Tillitssemi gildir á öllum vellinum
Kylfingur er sjaldnast aleinn á vellinum. Takið tillit til annarra leikmanna í nágrenni við ykkur og í hópum á undan t.d. með því að tala ekki hátt, hlægja eða hrópa.

Gætið að skugganum
Standið aldrei þannig að skuggi ykkar falli á bolta eða púttlínu annars leikmanns. Þetta á líka við um skugga af kerru eða poka.

Merkið boltann rétt
Legu bolta sem er lyft ætti að merkja með því að setja boltamerki, pening eða annan smáhlut fast aftan (miðað við holuna) við boltann.

Hjálpið hinum að leita
Hjálpið meðkeppandanum og mótspilaranum ykkar að leita af sama áhuga og væri það ykkar bolti. Letið kerfisbundið.

Stillið skap ykkar
Golf getur reynt mjög á þolinmæðina, einkum þegar ykkur finnst þið vera óheppið hvað eftir annað, jafnframt því sem aðrir í hópnum hafi heppnina stöðugt með sér. Ekki er hægt að ætlast til að þið séuð hress og kát yfir þessu en þið verðið samt að geta stillt ykkur.

Mætið til leiks ef þið hafið skráð ykkur
Mætið til leiks ef þið hafið skráð ykkur annars raskast leikröðunin. Það er ekki gott að hafa tveggja manna hópa inn á milli í móti þar sem leikið er í þriggja til fjögurra manna hópum.

Ljúkið mótinu
Ef þið takið þátt í móti, ljúkið því. Eina viðunandi ástæðan til að hætta leik er heilsufarsástæða eða hætta af völdum veðurs, t.d. þrumuveðurs. Að hætta vegna þess að illa gengur er heigulsháttur. Sá sem ekki getur unað því að fá hátt skor á ekki að taka þátt í mótum. Veður er heldur ekki afsökun, það er og verður alltaf misjafnt.

Reynið að vinna tíma

Hægur leikur er vandamál
Á seinni árum hefur hægur leikur orðið eitt af mestu vandamálum golfíþróttarinnar sem ekki hefur tekist að vinna bug á.

Hraður leikur – góður leikur
Reynslan sýnir að flestir leika betur þegar haldið er uppi vissum hraða. Þá er auðveldara að halda uppi góðum takti í leiknum.

Að hleypa fram úr
Sú siðaregla, sem sennilega mest er brotin og veldur hvað mestri óánægju, er á nefa um hvenær og hvernig skuli hleypa fram úr:

  1. Þegar hópur, sem á rétt á að fara fram úr, nær hópi sem þú ert í.
  2. Hópar sem leika heilan hring (18 holur) og þinn hópur hefur hafið leik á annarri holu en þeirri fyrstu (oftast tíundu).
  3. Þegar þinn hópur leikur hægar en þeir sem á eftir koma.
  4. Ef þinn hópur hefur dregist aftur úr þannig að brautin fyrir framan ykkur er auð og hópurinn á eftir ykkur þarf að bíða.
  5. Ef bolti einhvers leikmanns í þínum hóp er týndur oog þið finnið hann ekki strax (1/2 mín.).

Einn leikmaður
Þegar leikmaður spilar eða æfir einn á vellinum verður hann að hleypa fram úr öllum 2ja, 3ja og 4ra manna hópum ef hann heldur ekki leikhraða, annars ákvarðast forgangsréttur á vellinum almennt af leikhraða hóps.

Leikur með fimm bolta í einum hóp er bannaður
Ekki er leyfilegt að leika með fleiri en fjóra bolta í hverjum hóp.

Öryggisatriði

Vallarstarfsmenn eiga réttinn Stundum kemur það fyrir að leikmenn þurfi að bíða eftir vallarstarfsmönnum við slátt eða önnur vallarstörf. Leikmönnum er þá skylt að bíða eftir að vallarstarfsmenn ljúki verkum sínum eða að þeir gefi merki um að óhæt sé að slá.

Hrópið FORE ef minnsta hætta er á ferðum Ef minnsta hætta er á að bolti geti hitt einhvern verður þú að og þeir sem með þér eru að hrópa undir eins FORE og veifa.

Breygjið ykkur þegar þið heyrið hrópað FORE Þegar heyrist hrópað FORE beygið ykkur í kút og snúðu baki í áttina sem hrópið kom úr. Sleppið kylfu, kerru eða poka og takið höndum um höfuðið því til hlífðar.

Heimild: Golf með skynsemi (Golfsamband Íslands)