Í dag opnar Golfhöllin formlega fyrir veturinn.
Þeir sem vilja bóka fasta tíma í golfhermunum okkar í vetur geta haft samband við Ágúst í síma 857 7009 eða á agust@gagolf.is.
Ryderinn hefst svo á morgun en hann verður með breyttu sniði frá því sem verið hefur.
Ryder púttmótaröðin hefst í Golfhöllinni á morgun, mót verður í hverri viku og telja 8 bestu mótin hjá hverjum keppanda. Þessu verður skipt í karla – og kvennakvöld. Sú breyting verður að spiluð verða færri kvöld og mótið klárast fyrir jól. Það verður því spilað næstu 8 vikurnar og verður lokamótið haldið laugardaginn 27 desember. Önnur nýbreytni er sú að nú telja báðir hringirnir sem púttaðir eru á hverju kvöldi, ekki bara annar eins og verið hefur.
Fyrirkomulagið verður þannig að það eru spilaðir tveir hringir hvert kvöld líkt og hefur verið undanfarin ár, eða samtals 16 hringir.
Mótin eru félögum í GA að kostnaðarlausu.
Öll æfingaaðstaða önnur en púttvöllurinn er öðrum en keppendum opin á þessum tímum.
ATH: Upp getur komið sú staða að hliðra þurfi degi eða tíma þá er það auglýst sérstaklega
Í lok mótaraðar verður úrslitakeppni og fer hún fram laugardaginn 27. desember. Þar taka þátt 12 efstu í karla- og kvennaflokki. Keppt verður í tvímenningi og fjórmenningi. "RYDER CUP" GA. Fyrirkomulag nánar auglýst síðar