Við hátíðlega athöfn í dag afhenti Höldur bílaleiga Golfklúbbi Akureyrar tvo nýja golfbíla til leigu fyrir kylfinga.
Þetta er mikill og góður styrkur fyrir GA, en ásamt þessum stuðningi við GA þá hafa Höldursmenn stutt mjög myndarlega við Golfklúbb Akureyrar í gegnum árin. Má þar helst nefna hið árlega Mitzubishi golfmót sem haldið hefur verið 26 ár í röð.
Vill Golfklúbburinn þakka þeim Höldursmönnum kærlega fyrir þennan stuðning.
Á myndinni má sjá Steingrím Birgisson, forstjóra Hölds afhenda bílana. Með honum á myndinni eru Sigmundur Ófeigsson, formaður GA, Jón Steindór Árnason, varaformaður GA, Eggert Jóhannsson og Skúli Eyjólfsson frá Höldi.