Golfklúbbur Akureyrar hlaut styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA.
Framkvæmdastjóri KEA, Halldór Jóhannsson, afhenti í síðustu viku styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Þetta er í 79. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum. Veittir voru 36 styrkir, samtals að fjárhæð 6 milljónir króna. Meðal þeirra sem hlutu styrki voru Golfklúbbur Akureyrar kr. 200.000.- til uppbyggingar á æfingasvæði klúbbsins og Ævarr Freyr Birgisson kylfingur í GA hann hlaut styrk í flokki ungra afreksmanna kr. 125.000.-
Golfklúbburinn þakkar KEA fyrir þennan styrk og óskar öllum þeim sem hlutu styrki til hamingju.