Golfklúbbur Akureyrar og Arion banki hafa undirritað samstarfssamning sín á milli til næstu þriggja ára.
Arion banki hefur styrkt GA veglega undanfarin ár og er það mikið gleðiefni að samstarfið haldi áfram næstu árin. Arion banki er einn af styrktaraðilum GA og er samningur sem þessi mikilvægur og hjálpar til við að halda úti því öfluga starfi sem fram fer hjá Golfklúbbnum.
Þökkum við Arion banka kærlega fyrir veittan stuðning og hlökkum til samstarfsins næstu árin.