Í dag var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur milli GA og Golfskálans.
GA og Golfskálinn hafa verið í góðu samstarfi undanfarin þrjú ár og nú er ljóst að engin breyting verður þar á.
Golfskálinn verður áfram aðalstyrktaraðili og vinsæla Hjóna og paramóts sem mun því áfram bera nafn Golfskálans.
Einnig mun Golfskálinn áfram sjá golfverslun okkar fyrir vörum og er stefnt að því að auka við vöruúrval á næsta ári frá því sem hefur verið.
Þökkum við Golfskálanum kærlega fyrir flott samstarf undanfarin ár og hlökkum til áframhaldandi samstarfs :)