Í gær var undirritaður samningur milli GA og Steypustöðvarinnar þess efnir að Steypustöðin lætur GA í té efni í breytingar á umhverfi golfskálans. Marta Volina landslagsarkitekt hannaði fyrir okkur nýtt umhverfi golfskálans á Jaðri. Teikningin hékk uppi á Jaðri síðastliðið sumar og hægt er að sjá hana með því að smella hér.
Steypustöðin mun útvega GA hellur og bekki sem til þarf til að klára verkefnið. Áætlanir gera ráð fyrir því að hafist verði handa við þessa vinnu á vormánuðum þegar snjóa leysir og er það alveg ljóst að umhverfi skálans mun breytast mikið og verður glæsilegt þegar þessum framkvæmdum er lokið.
Þökkum við Steypustöðinni kærlega fyrir veittan stuðning sem er ómetanlegur og gerir stuðningur sem þessi okkur kleift að fegra okkar umhverfi á Jaðri enn frekar.