Golfmót á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta verður margt um að vera hjá GA. Eins og áður hefur komið fram verður árlegt kaffihlaðborð unglingaráðs frá kl. 14.00 - 16.00, þar sem allur ágóði rennur beint til barna- og unglingastarfs GA. En við ætlum líka að halda golfmót í tilefni þess hversu vel Jaðarsvöllur kemur undan vetri.

Um mótið

Í mótinu verða spilaðar 9 holur (seinni) og verður ræst út frá kl. 11 – 15. Spilað verður á sumarflötum fyrir utan 16. flöt, en vallarstjóri og vallarnefnd eru í óða önn að vinna að undirbúningi fyrir sumarið.

Ágóðinn af mótinu rennur, eins og í kaffihlaðborðinu, óskiptur til barna- og unglingastarfs GA. Skráning fer fram á www.golf.is.

  • Mótsgjald: 1.000 kr.
  • Kaffihlaðborð: 1.500 kr.
  • Mótsgjald og kaffihlaðborð: 2.500 kr.

Áframhaldandi opnun vallarins verður ákveðin og kynnt í kjölfar mótsins.