Golfreglur 2019: Ef röng flöt truflar leik þinn

Frétt golf.is

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Röng flöt er sérhver flöt á vellinum önnur en á holunni sem þú ert að leika hverju sinni.

Ef bolti þinn lendir á rangri flöt eða svo nærri rangri flöt að þú þarft að standa á röngu flötinni ertu skyldug(ur) að taka lausn frá röngu flötinni.

Lausnin er vítalaus og er framkvæmd á sama hátt og t.d. frá göngustígum, þ.e. þú finnur nálægasta stað fyrir fulla lausn og lætur bolta falla innan kylfulengdar frá þeim stað, ekki nær holunni og þar sem ranga flötin truflar ekki höggið.